23 janúar 2005


Miðjumaðurinn og hans ektakvinna. Posted by Hello

Voffi í snjónum Posted by Hello

19 janúar 2005

Kvefdrullan reyndist vera einhver flensa, hér hef ég nánast legið eins og slumma síðan síðast. Það hlýtur að líða hjá. Alla vega er alveg klárt að ef þetta væru stærstu vandamál lífsins, þá værum við í góðum málum.
Það átti að snjóa meira í dag, það hefur nú sem betur fer lítið gerst í því máli.
Hér ríkir andleg þurrð, hef ekki neitt að segja, er alveg gjörsamlega galtóm...

17 janúar 2005

Þá á mamma gamla afmæli í dag, orðin 74 ára. Við systur heimsóttum hana í dag, hún leit vel út og var bara hress og kát. Svo á utanríkisráðherra hæstvirtur afmæli líka, hef nú aldrei komið auga á hvað þau tvö eiga sameiginlegt annað en afmælisdaginn. Sem betur fer! Ekki vildi ég eiga mömmu sem væri lík þeim manni, sorry.Það er bara einn maður á lista yfir fræga fólkið sem á afmæli í dag sem er fæddur sama ár og mamma, það er James Earl Jones. Ekki amalegt... Svo er fullt af góðu fólki og líka ekki svo góðu; Muhammed Ali, Jim Carrey og Al Capone. En til hamingju með daginn mútta!
Einhver kvefdrulla komin í mann, sofna bara snemma núna, hlýtur að líða hjá. I bid you good night.

13 janúar 2005

Kósí kvöld.

Spáð aftakaveðri, held ég, upplagt að kveikja á kertum og slaka á, lesa bók, horfa á mynd eða eitthvað í þeim dúr. Fór í ræktina í dag, tók aðeins áðí, duglega stelpa. Það virkaði frekar hvetjandi að slökkvilið höfuðborgarinnar átti nokkra fulltrúi á staðnum sem lyftu lóðum af miklum móð. Einhvern veginn leið tíminn frekar hratt á hlaupabrettinu...
Kjarasamningar í fullum gangi í fyrirtækinu, reyndar er enginn gangur í þeim. Deilan fer sennilega fljótlega til sáttasemjara, spyrjum að leikslokum. Ekki yrði ég hissa þó verkfall yrði boðað....

12 janúar 2005

Í takt við tímann.

Ég fór að sjá Stuðmannamyndina, það er skemmst frá því að segja að ég hló eins og fífl. Mér finnst þessir kallar bara ótrúlega fyndnir og hugmyndaríkir. Nýöldin er bara tekin í bakaríið, okkur leiddist það ekki, ég fór sko með öllum kórnum mínum. Ég held allir hafi skemmt sér vel, það var auðvitað heilmikil stemning að fara svona öll saman, við heyrðum í okkur í einstökum lögum þar sem við sungum bakraddir. Það var nú ekki notað mikið af þeim, en það var gaman að syngja þær og hljómar bara vel það sem heyrist.
Hér voru tveir synir mínir yndislegir í kvöld, með sínar heittelskuðu, alltaf gaman að sjá þau öll. Mín bara orðin sybbin, komið langt fram yfir svefntíma. Nú skelli ég mér í spriklið á morgun, það er hressandi að taka aðeins á því. Allir í gymmið!

11 janúar 2005

Jafnvægi.

Ég var búin að skrifa heilan pistil hér sem glataðist allur. Hef ekki hugmynd um af hverju.
Ég hlustaði á útvarp í dag, það var verið að tala um að ef við pössuðum ekki að sofa nóg, þá myndum við eiga erfiðara með að passa þyngdina. Óreglulegur svefn er fitandi. Svo var kona í sjónvarpinu eftir fréttir að tala um svefnvandamál fólks. Það er algengt að konur á miðjum aldri eigi erfitt með svefn, ástæðan ókunn. Enginn munur á félagslegri stöðu kvenna, hvort þær stunda líkamsrækt, hvort þær eru giftar o.s.frv. Ráðin eru að passa mataræðið, hreyfinguna, og almennt reglusamt líferni. Niðurstaðan er sú að til að lifa heilbrigðu lífi þarf common sense. En, eins og spakur maður sagði, þá er það víst ekki svo common. Lykilorðið virðist vera: Jafnvægi.
Ok, farin að sjá Stuðmannamyndina, kvikmyndagagnrýni kemur hér að því loknu.

09 janúar 2005

Það er svo margt skrítið. Svo margt sem fer öðruvísi en maður ætlar. Sennilega fer flest öðruvísi en maður hefði spáð fyrir um. Það er eitt af því sem gerir lífið skemmtilegt, held ég. Ef allt væri fyrirsjáanlegt væri nú lítið gaman að þessu.
Nú stendur til að stunda ræktina í Hreyfingu í tvær vikur í boði Susan. Hún gaf mér gjafabréf sem ég ætla heldur betur að nota, get ekki beðið eftir að taka aðeins á því. Fátt betra en að puða soldið og svitna, fara svo í gott bað. Gott fyrir sálina og líkamann og ég mæli eindregið með því fyrir allar þær letihrúgur sem hugsanlega lesa þennan texta. Ef ekki í ræktina, þá í göngutúr alla daga vikunnar, það er engin afsökun fyrir því að gera það ekki ef maður hefur sæmilega heilsu. Allt sem þarf er góður hlífðarfatnaður, slatti af honum auðvitað, og þramma af stað! Koma so!


08 janúar 2005

Myndvæðing hafin.


Lovy dovy. Frumburðurinn og hans heittelskaða. Tekið á jóladag í Tindó. Posted by Hello

04 janúar 2005

Annar í ammæli...(lag: stella í orlofi)

Jæja,
þessi líka svakalega afmælisveisla hjá Ernu Soffíu í gær! Hún var 25 ára og það komu 200 manns í veisluna. Einhver spurði mig í dag hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði fimmtug. Réttlætanleg spurning, en það er ég viss um að þeim dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta fólk, hvað værum við að þvælast hér um ef það væri ekki fyrir eitthvað fólk? Við getum engan veginn verið án foreldra, barna, vina, nefndu það, þetta snýst allt um þessa asna sem maður skilur ekki hvernig urðu á vegi manns til að byrja með! (Bara svona létt grín, vona að enginn taki þetta alvarlega.)
Kvöldið endaði svo frekar skemmtilega hjá mér, ég kom heim, seint og um síðir, með slatta af afmælispökkum sem ég opnaði. Þvílíkar gjafir maður, ég fékk geggjað sjal frá Ann Taylor, æðislegar snyrtivörur frá Clarins, diskinn hennar Ellenar Kristjáns, svo eitthvað sé nefnt. Sendi enn og aftur þakkir til þeirra sem hlut áttu að máli, ég er gjörsamlega orðlaus yfir flottheitunum. (Kannski ekki alveg orðlaus, en mjög undrandi.)
En, öllu gríni slepptu, einn son minn vantar stúdíóíbúð til leigu, eða gott herbergi með góðri aðstöðu. Endilega látið mig vita ef þið fréttið af einhverju.
Jæja, best að drattast snemma í rúmið, hundurinn liggur hér á gólfinu og rekur við, ekki mjög notaleg lyktin af honum. Hann á nú afmæli í næsta mánuði og spurning að gefa honum eitthvað sem lyktar vel?
Nei, ég segi nú svona.

03 janúar 2005

Ammli.

Ég á afmæl´ í dag... Þakka fyrir góðar óskir frá frumburðinum hér á netinu, tákn tímanna að senda mömmu sinni afmæliskveðju á netinu í staðinn fyrir að kyssa hana eða hringja... Thats 2005 for you!!
Strákurinn er snjall að blogga, hann bloggar hér:http://www.dannihjalta.blogspot.com, endilega kíkið á það, skemmtilegur strákurinn og á ekki langt að sækja það.

Hef ekki meiri tíma í bili fyrir bloggun, things to do, places to go, people to meet, eða eitthvað í þá áttina.
Bless í bili.