11 janúar 2005

Jafnvægi.

Ég var búin að skrifa heilan pistil hér sem glataðist allur. Hef ekki hugmynd um af hverju.
Ég hlustaði á útvarp í dag, það var verið að tala um að ef við pössuðum ekki að sofa nóg, þá myndum við eiga erfiðara með að passa þyngdina. Óreglulegur svefn er fitandi. Svo var kona í sjónvarpinu eftir fréttir að tala um svefnvandamál fólks. Það er algengt að konur á miðjum aldri eigi erfitt með svefn, ástæðan ókunn. Enginn munur á félagslegri stöðu kvenna, hvort þær stunda líkamsrækt, hvort þær eru giftar o.s.frv. Ráðin eru að passa mataræðið, hreyfinguna, og almennt reglusamt líferni. Niðurstaðan er sú að til að lifa heilbrigðu lífi þarf common sense. En, eins og spakur maður sagði, þá er það víst ekki svo common. Lykilorðið virðist vera: Jafnvægi.
Ok, farin að sjá Stuðmannamyndina, kvikmyndagagnrýni kemur hér að því loknu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home