Annar í ammæli...(lag: stella í orlofi)
Jæja,
þessi líka svakalega afmælisveisla hjá Ernu Soffíu í gær! Hún var 25 ára og það komu 200 manns í veisluna. Einhver spurði mig í dag hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði fimmtug. Réttlætanleg spurning, en það er ég viss um að þeim dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta fólk, hvað værum við að þvælast hér um ef það væri ekki fyrir eitthvað fólk? Við getum engan veginn verið án foreldra, barna, vina, nefndu það, þetta snýst allt um þessa asna sem maður skilur ekki hvernig urðu á vegi manns til að byrja með! (Bara svona létt grín, vona að enginn taki þetta alvarlega.)
Kvöldið endaði svo frekar skemmtilega hjá mér, ég kom heim, seint og um síðir, með slatta af afmælispökkum sem ég opnaði. Þvílíkar gjafir maður, ég fékk geggjað sjal frá Ann Taylor, æðislegar snyrtivörur frá Clarins, diskinn hennar Ellenar Kristjáns, svo eitthvað sé nefnt. Sendi enn og aftur þakkir til þeirra sem hlut áttu að máli, ég er gjörsamlega orðlaus yfir flottheitunum. (Kannski ekki alveg orðlaus, en mjög undrandi.)
En, öllu gríni slepptu, einn son minn vantar stúdíóíbúð til leigu, eða gott herbergi með góðri aðstöðu. Endilega látið mig vita ef þið fréttið af einhverju.
Jæja, best að drattast snemma í rúmið, hundurinn liggur hér á gólfinu og rekur við, ekki mjög notaleg lyktin af honum. Hann á nú afmæli í næsta mánuði og spurning að gefa honum eitthvað sem lyktar vel?
Nei, ég segi nú svona.
þessi líka svakalega afmælisveisla hjá Ernu Soffíu í gær! Hún var 25 ára og það komu 200 manns í veisluna. Einhver spurði mig í dag hvað hún ætlaði að gera þegar hún yrði fimmtug. Réttlætanleg spurning, en það er ég viss um að þeim dettur eitthvað skemmtilegt í hug. Það er auðvitað alltaf gaman að hitta fólk, hvað værum við að þvælast hér um ef það væri ekki fyrir eitthvað fólk? Við getum engan veginn verið án foreldra, barna, vina, nefndu það, þetta snýst allt um þessa asna sem maður skilur ekki hvernig urðu á vegi manns til að byrja með! (Bara svona létt grín, vona að enginn taki þetta alvarlega.)
Kvöldið endaði svo frekar skemmtilega hjá mér, ég kom heim, seint og um síðir, með slatta af afmælispökkum sem ég opnaði. Þvílíkar gjafir maður, ég fékk geggjað sjal frá Ann Taylor, æðislegar snyrtivörur frá Clarins, diskinn hennar Ellenar Kristjáns, svo eitthvað sé nefnt. Sendi enn og aftur þakkir til þeirra sem hlut áttu að máli, ég er gjörsamlega orðlaus yfir flottheitunum. (Kannski ekki alveg orðlaus, en mjög undrandi.)
En, öllu gríni slepptu, einn son minn vantar stúdíóíbúð til leigu, eða gott herbergi með góðri aðstöðu. Endilega látið mig vita ef þið fréttið af einhverju.
Jæja, best að drattast snemma í rúmið, hundurinn liggur hér á gólfinu og rekur við, ekki mjög notaleg lyktin af honum. Hann á nú afmæli í næsta mánuði og spurning að gefa honum eitthvað sem lyktar vel?
Nei, ég segi nú svona.
1 Comments:
U're welcome skilurru!
Skrifa ummæli
<< Home