sunnudagur..
Jæja. Kominn tími til að gerast bloggari. Góð helgi að verða búin, sunnudagar eru bestu dagarnir. Sérstaklega þegar veðrið er svona eins og í dag, rok og rigning. Kórinn söng í KFUM á söngsamkomu í dag, bara hörkustuð. Troðfullur salurinn, grenjandi stemning. Rosalega er sjónvarpið leiðinlegt á sunnudagskvöldi, bara endalaus bið eftir dauðanum eins og góður maður sagði. Nú er það bara snemma í rúmið, ekkert droll... Voffi fer til dýralæknis á morgun, árlega heimsóknin með tilheyrandi sprautu og ormalyfi, heilmikið stress. Hann er drulluhræddur þegar hann kemur þar inn, ekki ólíkt mér þegar ég kem á tannlæknastofu.
Meira síðar.
Meira síðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home