27 desember 2004

Þriðji dagur jóla.

Lítið verið bloggað hér undanfarið, busy, busy... Jólin voru skemmtileg, og gjafirnar magnaðar! Fyrir utan 3 bækur og aðra fallega og góða hluti fékk þessi hérna video-dvdspilara! Engin smá græja það.
Þá eru áramótin framundan, brúðkaup í fjölskyldunni á gamlársdag. Okkur hér í Tindaseli 1f leiðast persónulega áramótin, við erum í felum undan hávaðanum í skoteldunum, þ.e. ég og sá ferfætti.
Maður er óttalega andlaus eitthvað, var í kaffiboði milli vinnu og vinnu hjá Lilju systur, indælt og gott. Það var setið við arininn og drukkið kaffi og púrtvín með. Held ég hafi aldrei smakkað það áður, bara nokkuð gott. Skúringarnar gengu vel, menn hafa ekki verið mikið að vinna á Stöð2 í dag, vonandi verða þeir alveg rólegir framyfir áramótin. Á miðvikudagsmorguninn er meiningin að kórinn mæti í Ísland í bítið, taki þar 2-3 lög og eitthvað verður spjallað líka. Verður vonandi skemmtilegt.
Bless í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home