06 desember 2004

Nú.

Mánudagurinn búinn, hundurinn búinn að fá árlega tékkið sitt og sprautu með tilheyrandi skjálfta og stressi. Ég bókstaflega dró hundinn yfir þröskuldinn, hann var ekki mjög tignarlegur við þær aðstæður... En lyftist nú allur upp þegar dýralæknirinn fór að tala við hann, þótti hundurinn með afbrigðum unglegur og vöðvastæltur. Ég er ekki frá því að ég hafi séð hann rétta úr sér þegar hún byrjaði að hæla honum. Gæti verið ímyndun mín. Ekki fréttist enn af bróður mínum, sem hótaði fyrir 3 vikum síðan að gifta sig í lok árs, móðir mín bíður mjög spennt. Vill fyrir alla muni drífa í því að fara að tala um sameiginlega brúðargjöf okkar til þeirra, skilur ekki þessi voðalegu rólegheit yfir málinu. Ég vil endilega bíða eftir að vera boðið í brúðkaupið áður en ég fer að kaupa gjöfina, systir mín vill endilega breyta dagsetningunni á brúðkaupinu. Svona erum við nú misjöfn mannfólkið.
En nú er það bara koddinn.
Góða nótt.


1 Comments:

Blogger D A N N I H J A L T A said...

Bara orðinn bloggarinn ógurlegi maður!!
Gaman að þessu. Ormahreinsun hljómar samt ennþá nasty.
Peace!!
-Danz

þriðjudagur, 07 desember, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home