12 desember 2004

Jæja,

eins og snarpir lesendur mínir hafa séð, (einn lesandi ennþá...) þá var mikill fögnuður fólginn í því að vera búin að þrífa kvikmyndahúsið í fyrrinótt. Var rétt skriðin í bælið um hálfri stundu eftir miðnætti í gærkvöld, þegar síminn hringdi og ég spurð hvort ég ætti ekki að vera mætt í kvikmyndahúsið? Það fór auðvitað nettur hrollur um mig, svaraði ísköld neitandi. Nú? Spurði hann, mér var sagt að þú yrðir um helgar hér framvegis? Á þeim tímapunkti hefði enginn getað boðið mér upp á neitt meira óspennandi en það. Vona að hann hringi ekki aftur á næstunni... annars var hann ágætur greyið, bara misskilningur á ferðinni, lack of communication, spilar kannski eitthvað inn í að hann er af erlendu bergi brotinn, nánar tiltekið frá Túnis!
Ég var að horfa á Jólaboð með Hemma Gunn á Channeltwo, fínn þáttur, soldið geldur, vantaði tilfinnanlega Gospelkór Reykjavíkur. Sérstaklega þar sem hann var á playbacki hjá Palla Rós... mistök það.
Búin að baka tvöfaldan venjubundinn skammt af lagköku, sem gjarnan er kölluð brúnt hvítt hér. Kenndi samstarfskonu minni einni að baka hana, hún er uppalin á suðurhveli jarðar, þar tíðkast víst ekki að hafa þessi ósköp fyrir lífinu, eins og að smyrja deigi á fjórar heilar ofnplötur til að leggja þær saman með kremi og skera niður í kökur, held að tímakaupið sé reyndar ekki hátt í þessu. En, þær eru bestar.
By the way, hér er til mikið af afskorningi, hann liggur hér frammi fyrir gesti og gangandi.
Vinnuvika framundan, all good in my hood.

Kærleikur, trú og VON, magnað fyrirbæri.

1 Comments:

Blogger D A N N I H J A L T A said...

Yo!! Fékk mér af Brúnt-Hvítt í morgun.
Fínn skítur skilurru?!
11 dagar til jóla! Peace out!!

mánudagur, 13 desember, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home