30 desember 2004

Nú er úti veður vott...

Miðvikudagurinn var aldeilis busy, það var gott að leggjast á koddann í gærkvöldi. Okkur gekk vel í Íslandi í bítið, ótrúlegt hvað við litum vel út svona nývöknuð! Svo var partý í gærkvöldi, kínamatur og fínerí. Árný átti líka afmæli í gær og ég kíkti þangað, það er alltaf svo jólalegt hjá þeim.
Það er svo fallegt að horfa út um gluggann hér, birtan er u.þ.b. að sigra myrkrið þessa stundina, svakalega er veðrið búið að vera undarlegt undanfarnar vikur. Ekki lítur það vel út fyrir skotglaða borgarbúa, útlit fyrir að tugþúsundirnar fari fyrir lítið upp í snjómuggu eða fjúki vestur á snæfellsnes. Það njóta þeirra þá kannski einhverjir þar, hver veit?
Heyrði að Kiefer Sutherland væri staddur hér, hlakka til að heyra sögurnar af pöbbunum, af kvenfólkinu sem reyndi að heilla kappann. Ekki hægt annað að brosa út í annað þó þetta sé auðvitað frekar sorglegt.
Jæja, hlökkum til að kveðja gamalt og annars ágætt ár, til þess að heilsa nýju, því nýtt ár þýðir ný tækifæri, ekki satt?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home