09 janúar 2005

Það er svo margt skrítið. Svo margt sem fer öðruvísi en maður ætlar. Sennilega fer flest öðruvísi en maður hefði spáð fyrir um. Það er eitt af því sem gerir lífið skemmtilegt, held ég. Ef allt væri fyrirsjáanlegt væri nú lítið gaman að þessu.
Nú stendur til að stunda ræktina í Hreyfingu í tvær vikur í boði Susan. Hún gaf mér gjafabréf sem ég ætla heldur betur að nota, get ekki beðið eftir að taka aðeins á því. Fátt betra en að puða soldið og svitna, fara svo í gott bað. Gott fyrir sálina og líkamann og ég mæli eindregið með því fyrir allar þær letihrúgur sem hugsanlega lesa þennan texta. Ef ekki í ræktina, þá í göngutúr alla daga vikunnar, það er engin afsökun fyrir því að gera það ekki ef maður hefur sæmilega heilsu. Allt sem þarf er góður hlífðarfatnaður, slatti af honum auðvitað, og þramma af stað! Koma so!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home