03 mars 2008

Maui.


Nú má segja að lífið leiki við mann. Ég fékk fréttir í gær (ég veit ekki enn hvort ég má segja frá því..) sem breyttu annars yndislegu sólskini hér í enn fallegri hluti. Ég er auðvitað stödd á Hawaii, var að koma af ströndinni með yndislegum frænkum mínum og börnunum þeirra, búin að slást við strákana þeirra í sjónum og hér heima er systir mín búin að vera að undirbúa kvöldverð mánaðarins. Lyktin er alla vega dásamleg. :o)
Svo ég segi bara aloha í bili, meira seinna.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

halló frænka

... sagðirðu HAWAI ! Þetta eru auðvitað nauðsynlegar upplýsingar fyrir konu eins og mig sem þjáist af íslenskum melotonin + serotonin skort , þ.e. að vita af vandamanni á svona staððð ! Ja lukkan Salomon. Annars þarf systir þín víst ekki að hafa áhyggjur af innrás frá mér ... því miður .. fyrir hana sko ;)! Bið engu að síður að heilsa ættingjum mínum á henni Hawai og gaman að þú skulir fá sólskinsfréttir ofan á alla sólina ! Njóttu þín til hins ítrasta áfram .. ekki ertu að verða fyrir miklum veðurfarslegum missi hér á Íslandinu.

Kveðja , Lóa

miðvikudagur, 05 mars, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka! Linda systir segist sko alveg myndi fíla innrás frá þér, þú hefur samband ef þú átt leið í Kyrrahafið...
Fréttirnar að heiman voru þær að ég er að verða amma á þessu ári, það er sko löngu orðið tímabært.. :)
Við ættum nú einhvern tíma að hittast, það væri gaman að spjalla við þig, eða ykkur systurnar?

föstudagur, 07 mars, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

oh Þakkaðu henni Lindu fyrir það. Þótt það gerist nú varla á næstunni , nema þá helst á heimatilbúnum fleka ! :) Hún veit þá hver það er ef hún sér glitta í einn slíkan á strendum hawai.

INNILEGA til hamingju með fyrsta verðandi barnabarnið. Hlýtur að vera afar sérstök tilfinning að fá svona fréttir.

.... og já , væri svo sannarlega til í að hitta þig. Er viss um að það sama á við um systu litlu. Drífum í því sem fyrst ;) Kveðja , Lóa

laugardagur, 08 mars, 2008  

Skrifa ummæli

<< Home