29 janúar 2007

:(


Sælt veri fólkið. Ekki verður nú sagt að ég hafi staðið við fögur loforð frá því ársbyrjun um að vera dugleg að blogga. En, nú hreinlega verð ég að láta reyna á bloggið sem þerapíu. Ég er svo niðurdregin að ég næ mér hreint ekki á strik, ástæðan er sú að systir mín, sem býr fáránlega langt í burtu og er búin að vera hér hjá mér í tæpar 3 vikur, (ég búin að eyða flestum stundum með henni í þann tíma) flaug af landinu í dag. Það var ótrúlega dimmt úti þegar ég hljóp í Reykjanessslagviðrinu út í bíl við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kökkur í hálsinum alla leiðina í bæinn þó ég hamaðist við að hugsa gleðilegar hugsanir; t.d. eins og þá að að ári fer ég að öllum líkindum til hennar! Svo reyndi ég að fókusa á augljósar staðreyndir eins og þá að við tölum saman í gegnum msn nokkrum sinnum í viku, höfum oft vefmyndavélar í gangi heilu klukkutímana um helgar og fylgjumst með hvor annarri og umferðinni um heimili hvor annarrar. En svona geta tilfinningarnar farið með mann, maður stýrir ekki alltaf svo glatt hvernig manni líður.
Svei mér þá, ég held mér líði strax betur. Án gríns.
Sjáumst fljótt systir!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta lagast. Þú verður komin á full swing aftur in no time maar. Svo grætirðu hana á næsta ári þegar þú ferð til hennar og ferð svo þrem vikum seinna...

...af hverju flytjum við ekki bara hele familien þangað yfir maar. Ég gæti höstlað góðan pening þar með underground sölu af tónlist á MySpace þar!

fimmtudagur, 01 febrúar, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home