16 september 2006



Jæja, nú á ég fleiri stundir,fleiri mínútur, tónleikarnir eru búnir. Lífið hefur ekki snúist um neitt annað hjá mér undanfarnar 2 vikur en tónleika Sálarinnar og Gospelkórs R í höllinni í gær. Nú bíður maður spenntur eftir viðbrögðum við þeim, en það er ljóst að þeir sem stóðu á sviðinu skemmtu sér sko vel. Stefán Hilmarsson er bráðskemmtilegur náungi, það er ekki spurning. Samvinnan við þá var í alla staði mjög góð, þeir eru popparar sem hafa gaman af því sem þeir eru að gera.
Ég saknaði þess að hafa ekkert af afkvæmum mínum í salnum, þeir hafa alltaf komið á tónleika okkar, ætli ég setji þá ekki niður framan við sjónvarpið þegar Rúv sýnir tónleikana í desember... :)
Svo á stóri bró afmæli í dag, til hamingju með það!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nýtt lúkk...what's happenin here??

fimmtudagur, 28 september, 2006  
Blogger Helga Bolla said...

Ég er að reyna að ná athygli... er þetta ljótt? Mér leiddist eiginlega hundurinn fljótt... Þú laga?

fimmtudagur, 28 september, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

ok.

laugardagur, 30 september, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home