26 ágúst 2006

Þá er dagur að kvöldi kominn og búið að halda hér hina bestu veislu. Það var grillað kjöt og grænmeti og borðað vel. Maturinn var þó ekki aðalatriðið, heldur félagsskapurinn sem var aldeilis yndislegur.
Mikil blessun að þekkja svona gott fólk...
Monsinn minn er að spila á Rósenberg í kvöld, vona að honum gangi vel. Það var verst að missa hann úr partýinu, hann átti sannarlega gullkorn kvöldsins. Það var verið að ræða hefðir og reglur í Kristnum söfnuðum, á fólk að vera að setja reglur sem það finnur ekki í Biblíunni o.s.frv... Þá benti hann á þá augljósu staðreynd að það væri kross utan á viðkomandi kirkju og forstöðumaðurinn hefði aldrei hangið á honum. Good times.
Þá er best að skella sér í háttinn, I bid u good night.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home