09 apríl 2006

Í dag er algjör letidagur hjá mér, ég nenni bara engu. Kórinn kom fram í úrslitaþættinum í Idol á föstudagskvöldið, það var bara gaman. Snorri tók þetta, hann er ágætur söngvari og spennandi að sjá hvað hann gerir í framhaldinu. Manni finnst ekki hafa heyrst mikið í fyrirrennurum hans, alla vega ekki Kalla Bjarna. Platan hennar Hildar Völu hefur þó heyrst meira.
Það verða tónleikar hjá kórnum í vor, það er alltaf tilhlökkunarefni. Þeir verða auðvitað ekki af sömu stærð og í haust, en örugglega góðir. Í vetur hefur mikil áhersla verið lögð á raddþjálfun, við höfum fengið Heru Björk til að kenna okkur og það skilar sér strax, ekki spurning.
Ég er að hlusta á beina útsendingu frá samkomu í Fíladelfíu meðan ég skrifa þetta, yndisleg tónlist í þar í dag.
Stay cool y´all. :o)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

"� dag er algj�r letidagur hj� m�r..."
�essi or� eru b�in a� vera allt of lengi �arna fremst � skj�num...n�ja f�rslu takk.
-DH

föstudagur, 21 apríl, 2006  
Blogger Helga Bolla said...

easy boy, allt að koma... nú fer að koma nýr pistill. :)

föstudagur, 21 apríl, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home