22 febrúar 2006

Oprah blessunin hefur nú fengið sérfræðing í þátt sinn til að fræða okkur um fuglaflensuna. Lýsingin á einkennum er ekki hugguleg, það sem er kannski ennþá verra er að þjóðir heims virðast ekkert hafa gert til að undirbúa þetta. Hvernig stendur á því? Er ekkert skrítið við það að heimsbyggðin með alla sína þekkingu og tækni hefur ekki eytt tíma eða fjármunum í að undirbúa sig fyrir að takast á við þetta. Þetta hljómar eins og pestin muni bara flæða yfir okkur öll á svipaðan hátt og á tímum spænsku veikinnar. Ekki einasta höfum við ekki næg lyf eða tíma til að framleiða þau, við hefðum ekki pláss í sjúkrahúsum eða leiðir til að flytja matvæli milli staða eða ....
Hvað er að gerast? Eru stjórnvöld okkar svona gagntekin af því að græða peninga og moka þeim í vasa sína og vina sinna að þeir láta sig slík smámál engu varða?
Alvarlegt blogg í dag.
Ég er annars að jafna mig í andlitinu eftir að hafa kysst gangstétt frekar harkalega um helgina. Á að vísu eftir að fá tönn í staðinn fyrir þá sem ég skildi eftir, en það stendur til bóta áður en langt um líður. Þakka Guði fyrir að ekki fór verr.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home