Sælt veri allt fólkið! Langt síðan hér hefur verið bloggað, ég var bara alveg búin að gleyma hvað það er gaman að blogga maður. Nú er ég búin að vera að vinna þangað til klukkan er að ganga tólf á kvöldin, orðin þreytt og tuskuleg, en ánægð, því so far gengur allt svo ljómandi vel hjá okkur í póstinum. Ég sem stóð í því í síðasta pistli að ráða jólastarfsmenn hef nú fengið þá alla í hús. Við erum að tala um 50 stykki af unglingum, flest á aldrinum 16-18 ára. Þau sitja nú öll kvöld hjá mér og flokka bréf, æða um með poka eða keyra grindur, bara hvað sem hendi er næst. Mér til þó nokkurrar undrunar og mikillar ánægju reynast þau hinn mesti fjársjóður. Eins og ég sagði í síðasta bloggi, þá snýst þetta auðvitað allt um fólk. "Finnst þér fólk ekki yndislegt?" spurði yndislegur vinur minn þar sem við stóðum og horfðum á hóp af prúðbúnum börnum og foreldrum þeirra ganga í kringum jólatréð um helgina. Auðvitað er það mergurinn málsins, það er bara þannig. Þessir unglingar sem ég hef fengið í jólavinnu er ekki einasta gullfallegur hópur, heldur svo afspyrnuduglegur, kurteis og mjög vinnusamur. Jafnvel þessir típísku 2-3 sem vilja komast af með að vinna sem allra minnst og nota tímann frekar til að heilla stelpurnar eru yndislegir líka, þeir þurfa bara meiri athygli og aðhald. Hver segir svo að æskan lofi ekki góðu?
Best að fara að sofna, stór dagur á morgun.
Best að fara að sofna, stór dagur á morgun.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home