11 september 2005

Ég keyrði norðan yfir heiðar í dag eftir skemmtilegustu helgi sem ég hef átt lengi. Henni var eytt í höfuðstað norðurlands með 7 vinnufélögum, konum úr "ábyrgðadeild" Íslandspósts. Einstaklega skemmtilegar konur og hláturmildar, við hlógum svo mikið að sumir fengu harðsperrur í magann. Vorum allar saman í 3ja herbergja íbúð Póstmannafélagsins, deildum einu baðherbergi og vorum út um allt með snyrtidót og töskur og skó og drasl, en lentum ekki í neinum árekstrum! Náttfatapartí kvölds og morguns, endalaust át og tóm vitleysa. Mikið svakalega var þetta gaman!
Eini mínusinn var að Daníel minn átti stórleik á móti Haukum sem ég missti af, Víkingar eru nokkurn veginn þar með búnir að tryggja sér sæti í úrvalsdeild að ári. Til hamingju með árangurinn Dansi minn og Víkingar allir, well done. Nú fer ég að sofa, verð að vinna upp svefnlétta helgi...

P.s.
Símon minn er bloggari ársins (valið fór fram hér og nú), hvet alla til að kíkja á pistlana hans, þeir eru frábærir.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nú verður gaman að fylgjast með "your postings"...
árný

mánudagur, 12 september, 2005  
Blogger agusta said...

Hvernig kemst maður inn á bloggið hans Símons? Þú verður að skrifa slóðina...

þriðjudagur, 20 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home