Þá erum við búin með ættarmótið góða á Þingeyri. Það tókst bara mjög vel, allir glaðir með það, nema bróðirinn sem flaug frá Frankafurðu til að koma og stýra veisluhöldunum en sat fastur í Reykjavík í 2 nætur án þess að komast vestur vegna þess að það var ekki hægt að lenda á Ísafirði vegna þoku! Frekar dapurlegt ferðalag það... En, ættarmótið sem sagt sucess. Allir sýndu afkvæmin sín og sögðu sögur af ömmum og öfum og báru saman bækur sínar. Gott að hitta ættingja og átta sig á upprunanum, það hlýtur að skýra ýmislegt.
Jæja,ég var í mat í kvöld og fékk grillaðan skötusel ásamt fleiru á teini, svakalega gott. Verð að fara að halla mér á koddann, enda komin nótt.
Góða nótt.
Jæja,ég var í mat í kvöld og fékk grillaðan skötusel ásamt fleiru á teini, svakalega gott. Verð að fara að halla mér á koddann, enda komin nótt.
Góða nótt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home