20 júní 2005

Fótbolti aftur í kvöld, meiri fótboltasýkin. Það er bara svo gaman að þessu! Við fórum í Mosfellsbæ að horfa á Víkinga spila við Aftureldingu, ekki mikil snilld þar á ferðinni, því miður. Víkingar spiluðu afleitlega, en það gengur vonandi betur næst. Manni finnst eins og þeir nenni þessu varla, erfitt að átta sig á andleysinu sem virðist ríkja í hópnum. Vona að þeir finni samt út úr þessu.
Gott að komast í bað og ból þegar dagur er að kvöldi kominn, ætla að reyna að sofna sem fyrst og hjóla í vinnu að morgni. Svo er grillveisla hjá foreldrum Ernu D á morgun, daman á afmæli og það er boðið til veislu í Birkigrundinni. Hlökkum til. :o)

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home