12 júní 2005

Fór á skóútsöluna og nældi mér í 2 pör af skóm fyrir skít á priki. Það er alltaf góð tilfinning að kaupa 10 þús króna skó fyrir ca 10% af upprunalega uppsettu okurverði. Mér finnst ég einhvern veginn hafa leikið á einhvern?
Hér var hellulagt í gær, yngsti snillingurinn minn fór í málið með mér og það gekk svo ljómandi vel. Nú verður lögð lokahönd á það verk í dag, mikið gott þegar það er búið. Þá er nánast ekkert eftir annað en að huga að gróðri, mikið skemmtilegri vinna það.
Hér voru allir synirnir í mat í gær, grillað svínakjöt, svo birtist Óli og borðaði óvænt með okkur. Símon fór að spila með Miseríinu og Daníel að hlusta, en hingað komu svo nágrannarnir og við sátum öll úti að spjalla þar til það var orðið of seint að ná að fara og hlusta. Oh well, can´t win ´em all!
Best að fá sér kaffi og rist áður en hafist verður handa við að klára hellulögnina, ekki veitir af!
Later.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home