16 maí 2005

ALLIR MEÐ!

Jæja gott fólk, nú er liðinn mánuður frá síðasta bloggi hér, how time flys man! Í kvöld voru fyrri tónleikar Gospelkórs Reykjavíkur, þeir tókust framar vonum, þetta var upplifun. Salurinn var kjaftfullur og ALLIR með! Þvílík stemning! Meira að segja ráðherrann á fremsta bekk skemmti sér bara prýðilega, veifaði höndum eins og allir hinir. Það er engu logið þó ég segi að þessir tónleikar eru trúarleg upplifun. Yndislegt.
Ég er líka búin að klára áfangann í félagsfræði sem ég skráði mig í í vetur, lokaprófið var á föstudaginn og ég fékk 9,4, lokaeinkunninn mín er þá 9. Dugleg stelpa.
Jæja, best að fara að festa svefn, seinni tónleikarnir annað kvöld og ég þarf að mæta í vinnu í fyrramálið.
Góða nótt.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sup! Meira blogg!

fimmtudagur, 19 maí, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Proffi :D

laugardagur, 21 maí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home