11 júní 2005

Laugardagsmorgunn, kaffi, ristað brauð og rólegheit. Kláraði að mála ruslatunnuskýlið í gær, dugleg stelpa. Gutti fékk að vísu flogakast á stéttinni á meðan ég málaði, aumingja kallinn. Jóel var sem betur fer heima, ég á erfitt með mig þegar þetta skeður. En hundurinn var fljótur að jafna sig, var jafngóður eftir ca 2 mínútur, þetta virðist ekki hafa verið mjög alvarlegt kast. Svo var hann ekki eins þreyttur eftir það, eiginlega bara mjög sprækur. Vonum bara það besta, maður getur víst ekkert stjórnað þessu.
Víkingar unnu HK í gríðarlegum baráttuleik, slagur í nærri 100 mínútur (dómarinn ætlaði aldrei að flauta leikinn af!) um hvern bolta. Sérstaklega ánægjulegt að sigra í svoleiðis leik, það hefði getað dottið hvorum megin sem er. Daníel fær lægstu einkunnina í liðinu á vikingur.net, mér finnst það nú full harkalegt, en það eru gerðar miklar kröfur til hans og það er ekki slæmt.
Ég er að hugsa um að drífa mig á skóútsölu í Faxafeninu, það væri ekki slæmt að ná sér í góða skó fyrir sáralítinn pening. Hvet alla sem vettlingi geta valdið að kíkja á það!
Bless í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home