Gúmoren!
Held það sé kominn tími til að krota hér eitthvað nýtt. Skelfileg leti ráðið ríkjum í þessum málum, skömm að segja frá því. Hér hef ég verið í fríi heima, var síðustu viku og verð þessa líka, þvílík dýrð og dásemd! Síðasta vika fór auðvitað mest í að vera úti í sólinni, grilla og allt sem góða veðrinu fylgir. Til allrar hamingju fór svo aðeins að rigna í þessari viku, þá fór ég að verða duglegri. Í dag er ég t.d. búin að fara og ná í 4 poka af sandi, 40 kg stykkið, drusla þeim út í garð og leggja slatta af hellum! Svo fór ég í Sorpu með slatta af rusli sem ég hef safnað mér af miklum myndarskap. Keypti mér svo forláta spegil á stofuvegg, vantaði alltaf á einn vegg hér. Festi herlegheitin líka upp. Inn á milli horfði ég svo á eina mynd með Daníeli hér í eftirmiðdaginn, Wimbledon, bara nokkuð skemmtileg ræma. Mér tókst líka að sækja Jóel, koma við og klára skúringarnar, eyða klukkutíma úti með hundinn og nú er ég sko sest í sófann og hreyfi mig ekki meira í kvöld! Ætla að horfa á Everwood og svo einhverja mynd sem ég er með á video.
Nú verð ég sko duglegri að blogga í framhaldinu, lofa því.
Nú verð ég sko duglegri að blogga í framhaldinu, lofa því.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home