23 júní 2005

Víkingar stóðu undir nafni í kvöld í Kópavogsdalnum. Þeir spiluðu eins og karlmenn, voru miklu betri en hundslappir Blikar. Ekki nokkur leið að sjá hvernig Kópavogsbúarnir hafa farið að að ná í öll þessi stig, þeir eru með 7 stiga forskot á Víkinga í 1.deild. Alltaf í boltanum.
Á morgun er kveðjupartý Jóhönnu vinkonu minnar í vinnunni. Við höfum baslað saman hjá Íslandspósti frá árdögum fyrirtækisins. Síðsumars árið 1999 birtist hún í deildinni minni og mér sagt að koma henni inn í málin, hún ætti að verða nýi sap-sérfræðingurinn okkar. Að klukkutíma liðnum höfðum við nánast æviisögu hvor annarrar, þetta small bara einhvern veginn saman. Á þeim 6 árum sem liðin eru síðan hefur vinskapur okkar vaxið, það er ekki oft á lífsleiðinni sem maður eignast slíka vini. Sendi henni mínar bestu óskir um góða tíma í nýju starfi hjá Samskipum, hún á eftir að koma þeim á óvart þar. Go Jóhanna!
Best að fara að halla sér á koddann, vinna í morgunsárið.
Aloha.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home