04 júlí 2005

Ég var að horfa á einhvern æsilegasta fótboltaleik sem ég hef séð. Víkingar tóku á móti KR í bikarkeppninni, yfirspiluðu þá allan nánast leikinn en tókst ekki að nýta færin sín. Eftir framlengingu, vítaspyrnukeppni og bráðabana unnu KR druslurnar, lygileg hundaheppni sem fylgdi þeim í kvöld. En svona gengur þetta bara, ekki alltaf jólin eins og maðurinn sagði.
Dagurinn annars yndislegur, blíðviðri og allt í lukkunnar velstandi. Ástandið í þessu landi okkar virðist með ólíkindum gott, þ.e. atvinnuástandið, við í Póstmiðstöð erum í stökustu vandræðum með að finna fólk til að vinna. Unga fólkið gerir miklar kröfur, getur sko ekkert verið að vinna til kl 8 á kvöldin eins og ein sagði svo ágætlega áður en hún sagði upp sumarvinnunni: "Ég er sko vön að hitta vini mína klukkan 8 á kvöldin, get ég ekki fengið að hætta aðeins fyrr?"

Jæja, þýðir ekkert að vera að pirra sig á þessum litlu bjánum, bítum á jaxlinn og höldum áfram.

Góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home