28 júní 2005

Fjölmiðlar eru eitt aðalumfjöllunarefni fjölmiðla þessa dagana. Ef ég hef skilið málið rétt, þá eru fjölmiðlar fjórða valdið í samfélaginu af því að þeir eiga að veita stjórnvöldum og opinberum embættismönnum aðhald, upplýsa almenning um það sem hann annars hefði ekki minnstu hugmynd um. Þeir eiga að vera með nefið ofan í öllu, láta okkur vita um allt sem okkur varðar. Við erum svo fegin að þeir gera það, treystum því að þeir séu á vaktinni. En getum við treyst þeim? Í dag finnst manni þegar maður hugsar um fjölmiðla að þeir séu fyrst og fremst að standa vörð um sjálfa sig. Svo eru rógberar og aðrir ógæfumenn sífellt að koma upp með nýjar leiðir til að stunda sinn rógburð og illindi, nú orðið undir merkjum blaðamennsku. Hvað gefur okkur t.d. til kynna að Eiríkur Jónsson sé blaðamaður? Er það sú staðreynd að hann hundeltir þá sem hann heldur að hafi lent í einhverju nógu krassandi í sínu einkalífi til að við hin viljum slefa yfir því og hann haldi vinnunni? Eða sú staðreynd að hann skrifar viðtöl burtséð frá því hvort honum hafi tekist að fá menn til að tala við sig eða ekki? Er það jafnvel það að hann notar útvarpsþætti sína til að lítillækka þá sem honum geðjast ekki persónulega, t.d. fyrrverandi konu sína og barnsmóður?
Ekki veit ég það, en eitt veit ég, ef EJ er blaðamaður þá hef ég alveg misskilið það fag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home