10 júlí 2005

Skrítið hvað lífið hér stjórnast af veðráttunni. Þegar sólin skín á sumrin eru allir úti við, fólk dundar í görðunum sínum, leikur við börnin, fer í gönguferðir, grillar, spjallar við nágrannana. Svo þegar veðrið er eitthvað risjótt sést varla hræða á ferli. Þessi helgi var þannig. Veðrið var alls ekki svo slæmt, alla vega þurrt hér í höfuðborginni, ég er búin að vera á ferðinni á hjólinu og varla mætt nema harðsnúnustu hjólreiðaköppum á ferðum mínum. Þetta vekur endalaust furðu mína. Ég velti fyrir mér hvernig landinn myndi bregðast við ef hryðjuverkamenn réðust á okkur. Held við myndum öll skríða inn í holurnar okkar og ekki fara spönn frá rassi. Draga fyrir gluggana. Nei annars, ég veit það ekki. Segi nú bara svona.
Held ég ætti að halla mér bara á koddann og hætta þessu rugli.
Later yall.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sup!
Soy una terrorista con basucas grandés!!

mánudagur, 18 júlí, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home