05 september 2005

Ótrúlegt en satt, tónleikarnir eru búnir. Stórtónleikar Gospelkórs Rvíkur í Laugardalshöll voru í gærkvöldi og það tókst að fylla húsið af fólki! Eitthvað nálægt 2500 manns lögðu leið sína á laugardagskvöldi til að hlusta á gospeltónlist. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 2-3 árum að þetta myndi gerast hefði ég brosað út í annað og hugsað um hvað oft ég hef heyrt hina og þessa spádóma og sýnir og hvað það nú allt heitir. Ég verð að játa að ég er ekki of trúuð á það þegar fólk segir mér slíka hluti. En, fyrrum forstöðumaður og stofnandi Vegarins sagði okkur stundum að hann sæi fyrir sér fólk fylla Laugardalshöllina, hann sagðist sjá fyrir sér mikinn fjölda bíla allt í kring. Skyldi það hafa verið spádómur? Hver veit. Eitt er alveg víst, nú er brotið blað, við sjáum að þetta er hægt. Þetta er engin tilviljun, nú er farin af stað skriða, það á fleira eftir að fylgja í kjölfarið. Biblían segir okkur að Levítarnir, tónlistarmennirnir, fari alltaf fyrstir í orrustu. Það var Guðs ráðstöfun þá og það hefur ekkert breytst. Nú fer þetta að verða spennandi!

4 Comments:

Blogger agusta said...

Sammála þér Helga mín... hey, gaman að vera með þér í orustu... alltaf hlið við hlið ;o)

Þú ert frábær og ég hlakka til að vera með í þessari skriðu... ekkert SMÁ spennandi... úff ég fæ bara í magan...

Heyrumst... þín Ágústa...

mánudagur, 05 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ frænka,
takk kærlega fyrir frábæra tónleika á laugardaginn!
Kveðja, Sandra og Rakel.

fimmtudagur, 08 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

hey...how about that...fann þig á síðunni hennar ágústu minnar...
ertu að fela þig fyrir mér:)...
hvurslags er nú þetta vinkona góð...

hún árný þín...

laugardagur, 10 september, 2005  
Blogger Helga Bolla said...

Ekki er ég nú að fela mig kannski, en ekki að auglýsa heldur..:)

sunnudagur, 11 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home