25 september 2005

Þá er Jollinn minn bara giftur maður. Það er ótrúlegt hvað maður upplifir margskonar tilfinningar við slík tækifæri, mér hefði bara aldrei dottið það í hug. Ég var einmitt að segja við einhvern á dögunum hvað allar þessar tilfinningar kæmu mér endalaust á óvart. Það er eins og ég reikni alltaf með að nú sé maður búinn með flestar upplifanir lífsins og héðan af syndi maður lygnan sjó tilfinningalega. En, nei ónei, það er sko öðru nær. Stöðugt eitthvað nýtt til að upplifa. Og mikið er það nú gleðilegt í sjálfu sér, sennilega verður þetta þannig sama hvað maður lifir lengi.
En brúðkaupið var yndislegt, sonur minn svo fallegur og brúðurin hans líka. Ég er alveg óendanlega stolt móðir.

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með giftinguna hjá syninum. Það er alveg satt þetta með tilfinningarnar. Þær koma manni alltaf á óvart.

mánudagur, 26 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

já,þetta var alveg magnað brúðkaup, fór sko beint í minningarbankann. Takk fyrir okkur.
Verður ekki myndasýning yfir pizzum eitthvert laugardagskvöldið?
:)

mánudagur, 26 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með soninn.

mánudagur, 26 september, 2005  
Blogger Helga Bolla said...

Takk fyrir það stelpur! Gott ef við kýlum ekki á það um leið og myndirnar eru komnar í hús Árný, held það sé eiginlega ekki spurning. En eigum við að fara að sjá Red eye á fimmtudagskvöldið á 2 fyrir 1 tilboði? Hún er örugglega rosalega spennandi...??

mánudagur, 26 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

æ, það hefði verið æði að fara á myndina en ég er búin að lofa að fara upp á skaga með halldóri á fimmtudagskvöldið.

getum við gert eitthvað annað kvöld? kaffihús, einhverja aðra bíómynd,forrétt á ítalíu, kjafta eins og okkur einum er lagið heima hjá þér eða bara eitthvað skemmtilegt?

þriðjudagur, 27 september, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

úps...nú var ég of fljót á mér...hver er búin að vera gift í 30 ár í dag...?

hringi í þig á eftir.

þriðjudagur, 27 september, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home