17 nóvember 2005

Nú er orðið hlýtt úti, svo heyrist mér það eigi að snjóa á sunnudaginn. Það væri bara gargandi snilld, það er svoooo dimmt á þessum tíma þegar enginn snjór er. Ég sé varla til á göngu minni um hverfið, eins gott að ég hef hundinn minn til að leiða mig!
Það eru miklar annir hjá okkur í póstinum, en það er auðvitað bara gaman. Mikil blessun að hafa góð verkefni til að sinna, á morgun er okkar árlegi jólafundur. Þar förum við yfir hernaðaráætlun okkar fyrir vertíðina sem er framundan. Næsta vika fer svo í að ráða jólastarfsmenn, ég þarf að draga inn rúmlega 50 manns í viðbót við þá sem þegar eru. Good times!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Nei, við viljum engan snjó takk fyrir :-)
Ha, er mikið að gera í póstinum um jól, hef nú ekki tekið eftir því...eheh

sunnudagur, 20 nóvember, 2005  
Blogger Helga Bolla said...

er þetta tölvarinn eini sanni?? sem mætir aldrei í vinnu...:)

sunnudagur, 20 nóvember, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

mikið rétt en ég er eiginlega alltaf í vinnunni þú skilur :)

mánudagur, 21 nóvember, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home