06 október 2005

Ok, ég játa það bara, ég er ekki dugleg að blogga. Kannski hef ég bara ekki meira að segja? Jú jú, nóg get ég talað! Sennilega tala ég svo mikið að ég er alveg orðin tóm á kvöldin. Very likely.
Annars er ekki margt í gangi annað en að vinna, og vinna meira þessa dagana. Vinnudagurinn hefur undanfarið verið ca 10 tímar, stundum 12. Én í gær horfði ég á eina tengdadóttur mína spila handboltaleik við Íslandsmeistara Hauka. Leikurinn var skemmtilegur, alltaf gaman að horfa á kvennahandbolta. Erna tengdadóttir stóð sig líka vel, þær hefðu alveg getað unnið þennan leik ef þær hefðu haft markmanninn sinn, sem lá veik heima. Oh well, kemur!
Jóel nýgifti og hans ektafrú fundu íbúð í kvöld sem þau festu sér á leigu, þau flytja þá 1.nóvember. Það var skiljanlega mikil gleði og hamingja með það, íbúðin ku enda gríðarlega fín og stór og þau eru að springa af tilhlökkun. Héðan fá þau eintómar hamingjuóskir á þessum skemmtilega tíma í lífi sínu.
Jæja, set bara punktinn hér, later people!
P.s. Guðrún Helga, hvernig gengur í nýju vinnunni?

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

sæl´skan...erum við ekki að fara að fara að versla heil ósköp?

föstudagur, 14 október, 2005  
Blogger Helga Bolla said...

Jú! á morgun. Hlakka til.

föstudagur, 14 október, 2005  

Skrifa ummæli

<< Home