Heia Norge!! Hér ligg ég á hótelherbergi í Oslo eftir ágætan dag hér. Í gær var þriggja landa dagur, eins og vinkona mín hér kallaði það, við flugum snemma morguns til Köben, seinni partinn til Oslo eftir heilmikil hlaup og lítinn svefn og vorum vel þreyttar þegar við komumst hingað. Við þurftum að enda með því að þrasa við einhverja undarlega leigubílstjóra um verð til að komast á hótelið og þá var okkur öllum lokið. Annars er ég að fíla þetta bara vel, maður skilur ótrúlega mikið tungumálin þeirra og það er svo fyndið að horfa á þau öll babla einhvers konar skandinavísku saman hér; Svíar, Finnar og Norðmenn, meira að segja ein hér frá Álandseyjum. Áttum skemmtilegt kvöld á frönsku brasseríi og á einhverjum pöbb á KarlJohansgötu á leiðinni heim. Við íslensku skúturnar erum búnar að hlæja heil ósköp, það er ekki að spyrja að því.
Á morgun er þrammað í skoðunarferð um norska póstmiðstöð og síðan bara í flývemaskínuna til Köben aftur. Við reiknum svo með að fá okkur góðan kvöldverð í þar og fljúgum svo bara heim á laugardagsmorgun og verðum vel sáttar við það.
Ég get nú ekki annað en hrósað ferðafélaga mínum Dagnýju, ég hafði sosum ekki áhyggjur af öðru en að hún væri í lagi, en hún reynist ein alskemmtilegasta kona sem ég hef hitt. Ótrúlega gaman að kynnast fólki eins og henni.
Mamma Vestarr kveður í bili. ;o)
Á morgun er þrammað í skoðunarferð um norska póstmiðstöð og síðan bara í flývemaskínuna til Köben aftur. Við reiknum svo með að fá okkur góðan kvöldverð í þar og fljúgum svo bara heim á laugardagsmorgun og verðum vel sáttar við það.
Ég get nú ekki annað en hrósað ferðafélaga mínum Dagnýju, ég hafði sosum ekki áhyggjur af öðru en að hún væri í lagi, en hún reynist ein alskemmtilegasta kona sem ég hef hitt. Ótrúlega gaman að kynnast fólki eins og henni.
Mamma Vestarr kveður í bili. ;o)
2 Comments:
Heja Norge...
Danni vestarr...see ya!!
...tjekkaðu á pabba síðu (www.hjalti.wordpress.com). Hann bloggaði sjálfur um daginn maður. Endilega commentaðu á kjallinn.
Hehe
Skrifa ummæli
<< Home