10 mars 2006

Svona bara af því að Idol gagnrýnendurnir sem eru vanir að sitja hér og blogga um íslenska idolið eru illa fjarri góðu gamni, ætla ég að gera mitt besta til að lýsa því sem fyrir augu og eyru ber.

Snorri byrjar, og hann bara fer í gegnum þetta. Who would have thunk? Hann lítur rosalega vel út, flott föt, gott fifties look. Hann hefur notað háa tóna allan tímann, nú söng hann bara á lágu nótunum og olli því bara vel. Gleðin skein ekki beint út úr honum þegar hann söng “Fly me to the moon,” hann er nú soldið freðinn elsku kallinn... En svei mér ef hann er ekki bara sætur þegar hann er búinn að láta klippa hárdruslurnar af!

Ragnheiður Sara syngur um Georgiu hina sætu. Hún er líka eins og hún sé stödd á sjötta áratugnum; málningin og hárgreiðslan, algjört æði! Kjóllinn ekki góður á henni, hún virkar alveg spikfeit í honum. Hvað er með það? En hún syngur þetta vel, það er ekki spurning. Hún virkar þó óvenju andstutt og stressuð. En tæknin kemur sér vel í þessu lagi, hún er alveg að brillera í þessu held ég. Fyndið að sjá Siggu Beinteins dæma hana, Ragnheiður Sara er miklu betri söngkona en hún!
"Þú ert æðisleg!" öskrar Bubbi.

Ingó sukkaði feitt. Ekkert um það að segja annað en það að hann bara swingar ekki.

Ína æðisleg! Hún er geggjuð söngkona, það er bara ekki spurning. Þau gefa henni 10 af 10 mögulegum, ég er sammála því. “Er engin tónlistarstefna á þessari plánetu sem þú getur ekki sungið, ég bara spyr?” segir Palli. Stelpan er alveg æðisleg, svo er hún svo pollróleg yfir þessu öllu, það er alveg ótrúlegt. Simmi og Jói komust þó að því að hún kynni ekkert að rappa! Góðir...
Það hefur enginn heyrt lagið hennar áður, en glæsilega gert hjá henni.


Alexander. Hvað er gæinn gamall? Ef ég vissi ekki betur og sæi hann bara núna í sjónvarpinu að syngja “I´ve got you under my skin” myndi ég giska á ca 40 ára. No kidding. Hann er með hatt eins og afi Ólafur var alltaf með. Syngur þetta ágætlega og er bara mikill performer held ég. Hann leggur sig allan í sönginn, það er skemmtilegt. Bubbi vill að hann létti sig um 7-8 kíló, hvað er þetta með Bubba og kílóin? Er þetta ekki að ganga aðeins of langt?

Bríet Sunna er rosalega flott. Hún syngur hið seiðmagnaða lag "Fever". Endalaust skemmtilegt lag og stelpan gerði þetta mjög vel. Hún er hot. “Þú er GORDJÖS”! sagði Palli.

Ég held að Ingó hljóti að detta út núna, hann er sá eini sem var ekki góður í kvöld, kannski Snorri. Það vantar svo mikið líf í hann.

Og viti menn: Ingó datt út. En, hann var bara með 100 atkvæðum meira en Ragnheiður Sara, hún var sem sagt næstum dottin út í kvöld. Það er ekki einu sinni hægt að bera þau saman sem söngvara þessi tvö.
Læt þetta duga að sinni.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Yo!! Bravissimo...glæsilegt Idol blogg hjá múttu. Sannspá með vonleysingjann frá Selfossi sem kennir sig við Fram-treyjuna í dag.
Keep up the good work!!

miðvikudagur, 15 mars, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home