03 júní 2006

Við erum öll stödd í mismunandi veröld. Allir eiga sína eigin veröld. Það er magnað. Við deilum lífinu með okkar nánustu og sjáum aldrei alla hluti alveg eins, sjáum ekki einu sinni alltaf sömu liti. Jafnvel þó við séum alin upp á sama heimilinu, hjá sömu foreldrunum, höfum gengið í sömu skólana, jafnvel í sömu fötunum... sama myndin blasti alltaf við okkur þegar við komum út úr húsinu að morgni, en við sáum aldrei öll það sama. Því er nauðsynlegt að hlusta, heyra hvað það er sem hinir eru að segja, hvað þeir sjá, þá hlýtur myndin sem við sjáum að verða litríkari og fyllri, ekki satt? Það er þvílík hönnun á bak við sköpun mannsins, ég get aldrei skilið hversu mikla trú fólk hefur sem trúir að sprenging hafi komið þessu öllu af stað... það er bara absúrd hugmynd.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Óþolandi svona víðsýni...

sunnudagur, 04 júní, 2006  
Anonymous Nafnlaus said...

Free [url=http://www.greatinvoice.com]create an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create masterly invoices in one sec while tracking your customers.

laugardagur, 08 desember, 2012  

Skrifa ummæli

<< Home