16 júní 2006

Summer holiday.

Síðasti dagur í fríi í bili, ég hef aldrei fengið annað eins skítaveður að díla við í sumarleyfi fyrr. Sennilega gott á mig, alltaf verið sunshine and lollipops þessar fyrstu vikur júní. En lífið er sem betur fer annað og meira en gott veður, annars værum við Íslendingar í vondum málum. Ég er búin að hafa það bara mjög gott, horfa á HM, hjóla, stunda garðyrkju og hver veit hvað. Bara vera til.
Víkingar töpuðu fyrir KR í gær, það var eiginlega mjög gott á þá hvernig sem á það er litið. KRingar misstu Gunnlaug Jónsson af velli í miðjum leik og það er auðvitað tækifæri sem snjallir skipuleggjendur hópleikja gera tilraunir til að nýta sér, það að vera einum fleiri á vellinum. En hvað gerði hinn þéttvaxni, þvoglumælti stjórnandi fossvogsmanna? Ég veit það ekki, ef einhver sá hann gera eitthvað þá má hann láta mig vita. Niðurstaðan? 10 KRingar unnu leikinn og bara verðskuldað.
Tilþrif leiksins áttu án efa varamennirnir sem stunduðu ballettæfingar við endalínu vallarins, áhorfendur héldu að Bolshoj ballettinn væri kominn í bæinn. Enda er þar um aðalgæja félagsins að ræða sem eru af óskiljanlegum ástæðum að slíta spýtunum í varamannaskýlum úrvalsdeildarliða landsins og fá flísar í rassinn og hvaðeina. Burt með bolluna bullandi Gylfason og það sem fyrst og hana nú.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vel mælt. Gamla bara í stuði. Snilldarlesning.

Og sem skipuleggjandi bolshoj á KR velli vil ég þakka hólið!!

föstudagur, 16 júní, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home