03 október 2006

Þórsmerkurferð.

Það er fátt sem er eins endurnærandi fyrir þéttbýlisþeytispaða eins og þessa hér, að komast út í Guðsgræna náttúruna. Þó ekki sé nema dagsferð eins og sú sem ég fór í á laugardaginn í Þórsmörk. Að eyða degi á slíkum stað, í góðu veðri umkringd haustlitunum reyndist mér algjör vítamínsprauta. Gekk inn í Stakkholtsgjá og þrammaði upp á Valahnjúk og endaði í skálanum í Húsadal með því að snæða dýrindis kvöldverð. Stórkostlegt. Try it!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Pass

fimmtudagur, 05 október, 2006  

Skrifa ummæli

<< Home