Loksins! Mér tókst að komast inn í þetta blogg mitt, það hefur væntanlega ekki dulist glöggum lesendum mínum að ekki hefur verið mikið líf þar. Nú verður gerð bót á því, alla vega í dag, lofa ekki meiru.
Veðrið í dag er algjör snilld, það gerist ekki mikið betra hér á okkar fagra landi. Ég sit hér í mínum litla (skrúð)garði lítt klædd og nýt sólarinnar, hlusta á yndislega tónlist og hundurinn dormar undir tré. Life is good.
Ég ætla að veðja á Daníelinn í kvöld, hann kemur inn í seinni hálfleik og gerir út um skagabullurnar eins og forðum daga með Víkingum úr Fossvogi. Hver er með í því? Fæ ég amen við því???
Nú held ég að mál sé að halda áfram garðyrkjunni, grasið slær sig ekki sjálft... :)
Veðrið í dag er algjör snilld, það gerist ekki mikið betra hér á okkar fagra landi. Ég sit hér í mínum litla (skrúð)garði lítt klædd og nýt sólarinnar, hlusta á yndislega tónlist og hundurinn dormar undir tré. Life is good.
Ég ætla að veðja á Daníelinn í kvöld, hann kemur inn í seinni hálfleik og gerir út um skagabullurnar eins og forðum daga með Víkingum úr Fossvogi. Hver er með í því? Fæ ég amen við því???
Nú held ég að mál sé að halda áfram garðyrkjunni, grasið slær sig ekki sjálft... :)
2 Comments:
Nú líst mér á þig frænka! ;)
maður verður að láta til sín taka, vera maður með mönnum, ehaggi??
Skrifa ummæli
<< Home