24 júní 2007

Góð helgi á enda runnin... nú styttist í að maður taki sér eitthvað sumarfrí. Kominn tími til. Samt nóg að gera í vinnunni, ekki vantar það.
Evrópuleikurinn fór illa í gær, Valsmenn töpuðu fyrir írsku slagsmálahundunum. Það skemmtilega á vellinum voru stuðningsmenn Íranna, ekki hægt annað en hafa gaman af þeim. Hér kemur hugmynd: Íslensk íþróttafélög senda stuðningsmenn sína á námskeið hjá svona alvöru stuðningsmönnum. Þeir gætu tekið lög frá þeim og þýtt og staðfært, kannski fengju þeir svo sínar eigin hugmyndir með tímanum. Við verðum endilega að reyna að þróa okkur í að styðja okkar menn, við erum alveg eins og aular í stúkunni.

I bid u good night.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Líst vel á stuðningsmannanámskeiðin...helsvalt!

þriðjudagur, 03 júlí, 2007  

Skrifa ummæli

<< Home