08 júní 2009




Fyrir fjórum mánuðum setti ég síðast inn færslu hér, nú er sumarið komið og ég í fríi í tæpar tvær vikur. Það er yndislegt, alltaf gott að geta hvílt sig eftir veturinn. Ömmustelpan mín er að verða 10 mánaða, fallegasta barn sem hefur fæðst á síðustu árum. Svo er hún broshýr og skemmtileg og mjög hraust og heilbrigð. Hvað er hægt að biðja um meira??






Núna um helgina fór ég í göngu á Eyjafjallajökul, það var hreint yndislegt. Fallegt veður að mestu leyti, rigndi þó á niðurleiðinni. Goðasteinn heitir þar sem við enduðum uppi, það er stærðar grjót sem er hulið ís. Það var virkilega tígulegt að sjá það blasa við allt í einu, úr fjarska virkaði það ekki nærri eins stórt. En undur falleg sjón.


Á neðri myndinni er ég búin að sigr´ann, afskaplega stolt af því. :)














1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Voðalega eru barnabörnin falleg ! : ) og voðalega varst þú dugleg að sigra jökulinn ! : ) Ég myndi þakka mínum sæla ef ég kæmist í fyrstu hlíð Esjunnar án þess að fá blóðbragð í munninn. Stefni nú samt á fimmvörðuhálsinn í sumar.. sei sei sei : ) Njóttu þín nú í fríinu. Kveðja Lóa

fimmtudagur, 18 júní, 2009  

Skrifa ummæli

<< Home