Ég sé þegar ég er að kíkja hér á síðustu blogg sé ég að ég hef gjarnan sest niður þegar einhverjir viðburðir hafa verið í lífi mínu;Símon og Vánia giftu sig, ég fór til Hawaii, Bella bættist í hópinn o.s.frv. Þá uppgötva ég mér til skelfingar að stærsti viðburður síðasta árs hefur ekki komist á blað hér, ekki verið minnst á hann einu orði! Nema í bloggfærstlu frá Hawaii sagðist ég hafa verið að fá góðar fréttir en sagði ekki hverjar. Kannski eru báðir lesendur mínir núna orðnir forvitnir... :o) En, þessi einstæði viðburður í mínu lífi var litla ömmustelpan mín sem fæddist 14.ágúst og heitir Daníela Díana Lopes Símonardóttir. Sjón er sögu ríkari..
1 Comments:
Hey við erum þrjú og mikið var kona!!
Skrifa ummæli
<< Home