07 ágúst 2008


Nú er orðið heldur langt síðan hér hefur birtst ný færsla, best að skutla einni stuttri inn. Síðan ég kom heim frá Maui í mars hefur auðvitað ýmislegt á dagana drifið, fyrst þarf að nefna nýjan fjölskyldumeðlim. Hún nánast bankaði að dyrum í lok aprílmánaðar, var þriggja mánaða hvolpur sem vantaði heimili. Henni var auðvitað tekið opnum örmum og hefur á þeim tíma sem er liðinn síðan vaxið og dafnað. Hún hefur rúmlega tvöfaldað þyngd sína og er næstum því farin að hlýða líka, en því átti ég nú ekki von á svona framan af. Litla dúllan er nefnilega eilítið baldin. :)

En segjum þetta bara gott í bili, meira síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home