26 október 2006


Það var framið þjóðarmorð í Rwanda 1994, milljón manna myrt. Það er búið að verið að drepa saklaust fólk í Írak í nokkur ár og það er allt mögulegt hræðilegt að gerast í heimum. Börn eru að svelta í stórum stíl. Svo ákveða Íslendingar að veiða nokkra hvali þetta árið og það fer allt á annan endann? Er ekkert skrítið við þetta?

03 október 2006

Þórsmerkurferð.

Það er fátt sem er eins endurnærandi fyrir þéttbýlisþeytispaða eins og þessa hér, að komast út í Guðsgræna náttúruna. Þó ekki sé nema dagsferð eins og sú sem ég fór í á laugardaginn í Þórsmörk. Að eyða degi á slíkum stað, í góðu veðri umkringd haustlitunum reyndist mér algjör vítamínsprauta. Gekk inn í Stakkholtsgjá og þrammaði upp á Valahnjúk og endaði í skálanum í Húsadal með því að snæða dýrindis kvöldverð. Stórkostlegt. Try it!