Þá er Jollinn minn bara giftur maður. Það er ótrúlegt hvað maður upplifir margskonar tilfinningar við slík tækifæri, mér hefði bara aldrei dottið það í hug. Ég var einmitt að segja við einhvern á dögunum hvað allar þessar tilfinningar kæmu mér endalaust á óvart. Það er eins og ég reikni alltaf með að nú sé maður búinn með flestar upplifanir lífsins og héðan af syndi maður lygnan sjó tilfinningalega. En, nei ónei, það er sko öðru nær. Stöðugt eitthvað nýtt til að upplifa. Og mikið er það nú gleðilegt í sjálfu sér, sennilega verður þetta þannig sama hvað maður lifir lengi.
En brúðkaupið var yndislegt, sonur minn svo fallegur og brúðurin hans líka. Ég er alveg óendanlega stolt móðir.
En brúðkaupið var yndislegt, sonur minn svo fallegur og brúðurin hans líka. Ég er alveg óendanlega stolt móðir.