Það er ekki að spyrja að því, nú lendir það aftur á mér að blogga um íslenska idolið. Ég læt ekki deigan síga, læt gamminn geysa og sé um málið!
Í kvöld er þemað USA og country tónlist. Ég sé reyndar ekki muninn á þessum tveim þemum, eins og kynnar kvöldsins orðuðu það svo skemmtilega. Þeir eru komnir með annað nýtt: flengiði spaðana í stað gefið gott klapp! Sniðugir strákar.
Hljómsveitin Ísafold er pottþétt þarna á bak við.
Ína byrjar. Þau fá frjálst val, velja úr amerísku pop/rokki. Hún syngur lagið “I wanna dance with somebody.” Hún lítur furðulega út með hárlengingar, en bara fín. Hún er æðisleg stelpan. Flottir taktar. Öryggið algjört, svei mér þá. Mætti kannski vera aðeins meiri mýkt hjá henni á köflum í þessu lagi. Þarna fór hún aðeins út af sporinu í upphækkuninni, varð pínulítið skræk. En, ekki hægt að segja annað en þetta var glæsileg frammistaða. Bubbi er mjög ánægður með hana. Sigga notar orð Simons Cowell og segir að Ína hafi X-faktorinn. Palli fékk big time flash-back þegar hann heyrði lagið, hann er rosalega ánægður. Sidney Winston hvað? segir Einar Bárðarson.
Ragnheiður Sara er næst. Hún er soldið væmin greyið. Hún syngur lagið Ben sem Michael Jackson söng ógleymanlega á árum áður. Ekki finnst mér þetta byrja alveg nógu smart hjá henni, pínulítið óstyrk. Svo kemur hún með smá tæknibrellur, það lyftir þessu upp. Merkilegt nokk, byrjunartónarnir hennar eru ekki alltaf nógu öruggir. Reddar þessu þó með fallegum endi. Siggu fannst þetta stórglæsilegt. Palla fannst pínulítið óöryggi í neðstu tónunum, en finnst það bara allt í lagi. Honum finnst hún hafa tekið mestum breytingum keppenda, hún hefði getað breytst í klassíska kellingu. Einar er sammála mér, ekki alveg nógu gott pitch en allt í lagi.
Bríet Sunna ætlar að syngja You are always on my mind. Það er eins gott að það klikki ekki hjá henni, rosalega fallegt lag. Byrjar vel hjá henni, það hljómar eins og hún sé að syngja frá hjartanu. Ég held hún sé að syngja þetta í of lágum dúr, mér finnst hún ekki alveg njóta sín. Nei, mér finnst þetta bara ekki alveg nógu vel sungið hjá henni.
Bubba fannst þetta ekki nógu gott hjá henni, Siggu ekki heldur. Palli segir að fullkomnun sé ekki til, honum finnst hún hafa sýnt hvað mesta framför keppenda. Sagði hins vegar ekkert um lagið. Einari finnst það eigi að flytja lagið svona, fannst þetta æðislegt hjá henni. Það væri æðislegt fyrir þig að vinna þessa keppni, og æðislegt fyrir þessa keppni ef þú vinnur, sagði Einar.
Snorri með Guns and roses lag. Byrjar á einhverjum öskrum, ekki kann ég nú alveg að meta það dæmi. Flautar í einhverja dómaraflautu og hendir henni svo út í sal. Byrjar að syngja, hljómar alveg hræðilega, hreint út sagt. Alltof háir og skrækir tónar fyrir hann finnst mér, hann er betri þegar það er komið út í keyrsluna þó.
Palli segir hann sé með rödd eins og Axl Rose (kann ekki að skrifa það...). Honum finnst hann þó hafa hermt of mikið eftir honum. Bubba finnst virðingarvert að hann skuli hafa lagt í þetta lag, en finnst hann léleg eftirherma. Siggu finnst hann hafa sett líf í þetta, en of mikil kópíering fyrir hennar smekk. Einar segist eini utangarðsmaðurinn við borðið, ósammála öllum. Þetta fannst honum alveg í lagi.
Önnur umferð, og Ína syngur Something to talk about. Fínt hjá henni, sosum engin gæsahúð. Ég skil ekki af hverju hún syngur þetta í svona lágri tóntegund, bara næ því ekki. Hún ræður ekki við neðstu tónana. Sorry, mér finnst þetta hundleiðinlegt lag.
Siggu fannst þetta of djúpt fyrir hana, fannst hún betri í fyrra laginu en allt í lagi. Palli segir að Blóðbankinn ætti að nota hana í auglýsingu, hún gefi alltaf minnsta kosti einn líter af blóði í hverju lagi. Bubba finnst seinni hluti lagsins hafa verið góður, fyrri hlutinn ekki nógu góður. Einar ánægðu með stelpuna. Hún reynist vera í AB- blóðflokki, hlýtur að vera það alsjaldgæfasta í heiminum á eftir AB+.
Ragnheiður Sara flytur lagið Jolene, með Dolly Parton. Hún er flott með kúrekahattinn og byrjar vel. Þetta hljómar vel, hún nýtur sín vel í þessu lagi. Þetta lag ætti líka að vera í hærri tóntegund held ég. Ég er sammála Palla, hún gerir lögin eftir sínu höfði, kóperar ekki Dolly. Bubba fannst þetta brjálæðislega flott. Sigga sammála Palla. Einar ánægður með hana.
Bríet Sunna syngur lagið Blue. Hún jóðlar flott, gerir þetta bara vel stelpan. Ég held hún sé bara ekta country kelling.
Ógeðslega flott hjá þér segir Bubbi. Palli er ánægður með jóðlið, ég er sammála honum. Sigga segist vera bara öfundsjúk, hún geti ekki jóðlað. Einar segir að hún sé langbest í kvöld.
Þá er það bara Snorri með John Denver lagið, Annies song. Bara fallegt hjá Snorra, virkilega fallegt. Palla fannst þetta gott, sammála honum. Bubbi ánægður með þetta líka, hann segir þetta hafa verið hans allra besta frammistööðu. Sigga heldur að nú hafi hann brætt allar húsmæður bæjarins. Sammála henni. Einar rövlaði eitthvað, heyrði ekki hvað hann sagði, en hann var ánægður með hann.
Ég held að Snorri detti út núna, einfaldlega af því stelpurnar eru allar betri söngvarar en hann. Svo er hann ekki eins likable eins og þær heldur. Sjáum hvað setur, komnar auglýsingar......
Ég verð víst að éta þessa spá oní mig strax, hann er sá fyrsti sem er sendur í sófann, heldur áfram. Ragnheiður Sara er dottin út. Úff, engin leiðinda þakkarræða og yfirlýsing um að hún sé sko ekki búin að syngja sitt síðasta. Rosalega er ég fegin. Svo syngur hún Ben aftur, og miklu betur en áður, það er alltaf þannig, spennan farin úr henni. Fantafín söngkona, við eigum örugglega eftir að heyra meira í henni. Ég spái jólaplötu frá henni í ár.
Kveð í bili, lengsta blogg í heimi.