Fólk, það er það sem þetta snýst allt um. Maður hittir þó ótrúlega margt fólk sem hreinlega áttar sig ekkert á því. Dagurinn í gær fór allur í fólk hjá mér, það er ekkert eins gefandi og skemmtilegt. Ég fór með hóp af starfsfólki í Bláa lónið að borða góðan mat og hlusta síðan á Jóhann Inga í nokkra klukkutíma þar sem hann beitti öllum sínum töfrum og heillaði hópinn allan upp úr sokkunum! Maðurinn er auðvitað ekkert annað en predikari, hann hefur náðargjöf sem nýtist honum í sínu starfi sem Peppari Íslands. Ef einhvern vantar pepp þá er hringt í hann. Ef íþróttalandsliðin vantar pepp þá er hringt í hann. Ef starfshópar fyrirtækja vilja pepp þá er hringt í hann. Ef keppendur í Idol stjörnuleit vantar pepp þá er hringt í hann. Af hverju? Maðurinn er einstakur í sínu starfi, við höfum ekki komið upp með annan eins. Við áttum sem sagt alveg stórskemmtilegan og uppörvandi dag.
Eftir það skrapp ég svo með kunningjakonu minni og vini hennar í athyglisvert samkvæmi, engin smáatriði gefin upp hér en kvöldinu var sem sagt eytt í mjög góðum félagsskap.
Nú þarf ég að skreppa í vinnuna, þar er meiningin að breyta svolítið í dag. Spennandi verkefni, svo á morgun verður aðeins meira fært til. Í kvöld er svo samverustund í Fíh salnum kl 20, erfitt að missa af því.
Eftir það skrapp ég svo með kunningjakonu minni og vini hennar í athyglisvert samkvæmi, engin smáatriði gefin upp hér en kvöldinu var sem sagt eytt í mjög góðum félagsskap.
Nú þarf ég að skreppa í vinnuna, þar er meiningin að breyta svolítið í dag. Spennandi verkefni, svo á morgun verður aðeins meira fært til. Í kvöld er svo samverustund í Fíh salnum kl 20, erfitt að missa af því.