Nýtt útlit.
Þá hefur hönnuðurinn fengið að leika lausum hala hér á þessari síðu. Útlitið er bara nokkuð svalt, sýnist mér, þó ekki endanlega fullklárað. Nú er hins vegar tímanum aðallega eytt í að lesa félagsfræði, best að reyna að klára þetta próf með einhverri reisn, skárra væri það nú. Það er von mín og trú að nú sé að stytta upp utandyra, hvaðan kemur allt þetta vatn eiginlega? Það er búið að rigna eldi og brennisteini, hundum og köttum og öllu sem manni getur dottið í hug. Mál að linni.
Nú er Robert Plant væntanlegur til landsins í vikunni, tónleikar um næstu helgi, gæti verið gaman að skella sér á þá, það eru víst enn til miðar í stæðum.
Verum góð við hvert annað, eigum rólegan, friðsamlegan sunnudag.
Nú er Robert Plant væntanlegur til landsins í vikunni, tónleikar um næstu helgi, gæti verið gaman að skella sér á þá, það eru víst enn til miðar í stæðum.
Verum góð við hvert annað, eigum rólegan, friðsamlegan sunnudag.