31 ágúst 2006
Ef ég ætti fleiri stundir, fleiri mínútur... þekkir einhver þetta? Þetta kemur í hugann þessa dagana þegar fullmikið er um að vera, meðal annars einmitt við að æfa t.d. þetta tiltekna lag. Ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá eru Sálin og Gospelkór Reykjavíkur með tónleika í Laugardalshöll 15. september n.k. Miðasala gengur víst mjög vel, það er víst öruggara fyrir þá sem vilja ekki missa af miðum að fara að kíkja eftir þeim, ég held það sé t.d. uppselt á gólfinu... Á undan syngur Edgar Smári nokkur lög við undirleik Ómars Guðjónssonar, það ætti að vera athyglisvert.
26 ágúst 2006
Þá er dagur að kvöldi kominn og búið að halda hér hina bestu veislu. Það var grillað kjöt og grænmeti og borðað vel. Maturinn var þó ekki aðalatriðið, heldur félagsskapurinn sem var aldeilis yndislegur.
Mikil blessun að þekkja svona gott fólk...
Monsinn minn er að spila á Rósenberg í kvöld, vona að honum gangi vel. Það var verst að missa hann úr partýinu, hann átti sannarlega gullkorn kvöldsins. Það var verið að ræða hefðir og reglur í Kristnum söfnuðum, á fólk að vera að setja reglur sem það finnur ekki í Biblíunni o.s.frv... Þá benti hann á þá augljósu staðreynd að það væri kross utan á viðkomandi kirkju og forstöðumaðurinn hefði aldrei hangið á honum. Good times.
Þá er best að skella sér í háttinn, I bid u good night.
Mikil blessun að þekkja svona gott fólk...
Monsinn minn er að spila á Rósenberg í kvöld, vona að honum gangi vel. Það var verst að missa hann úr partýinu, hann átti sannarlega gullkorn kvöldsins. Það var verið að ræða hefðir og reglur í Kristnum söfnuðum, á fólk að vera að setja reglur sem það finnur ekki í Biblíunni o.s.frv... Þá benti hann á þá augljósu staðreynd að það væri kross utan á viðkomandi kirkju og forstöðumaðurinn hefði aldrei hangið á honum. Good times.
Þá er best að skella sér í háttinn, I bid u good night.
24 ágúst 2006
23 ágúst 2006
23.08.´83
Það er einn af þessum dögum í dag sem ég er bara meir í hjartanu og verð að segja frá því að í dag á yngsti strákurinn minn afmæli, það er 23. og hann er 23 ára í dag. Honum verður ekki líst neitt hér öðruvísi en með þessari mynd, menn geta bara séð sjálfir hvers konar töffari er þarna á ferð. Til hamingju með daginn Jollinn. Über svalur..
Á morgun á frumburðurinn svo afmæli... alltaf skemmtilegir dagar. Þeir halda upp á afmælin sín á meðan ég held upp á minningar um stærstu viðburði lífs míns... :o)
22 ágúst 2006
Það er ljósmyndari sem fylgir Víkingum hvert á land sem er og tekur þessar líka skemmtilegu myndir í öllum leikjum þeirra og birtir á www.vikingur.net , sem er heimasíða stuðningsmanna. Það er alltaf gaman að skoða myndirnar, þetta er mjög góður ljósmyndari. Myndirnar hér slá þó öllu við fram að þessu (þó kósakkadansinn hafi verið snilld!), þær sýna auðvitað leikmann #10 fara frekar illa með varnarmann Vals. Ég sé ekki betur en aumingja maðurinn hlaupi í snaröfuga átt. Æ, æ, æ...