21 maí 2005

Tónleikarnir búnir, í bili, but hey, there´s more to come! Mikill spenningur yfir hugsanlegum tónleikum í september. Sjáum nú til með það allt saman. Alla vega voru þessir tónleikar yndislegir og það eru forréttindi að tilheyra þessum hópi.
Ég fór í árlega póstgöngu í dag, þá ganga 2-300 manns einhverja gamla póstleið, grilla pylsur og skemmtilegheit. Við gengum eftir fjörunni í Borgarfirði, undir Hafnarfjalli, og þvílíkt rok og kuldi! Þvílík hraustmenni sem við erum! Við komumst til byggða, lof sé Guði. Þetta var skemmtilegt, eins og alltaf. Svo erum við búin að skemmta okkur hér vel í kvöld við pizzuát og Eurovision, bara ánægð með að sú gríska skyldi vinna fyrst Selma var ekki með. Mér finnst svona eftir á að hyggja alveg drepfyndið að við Íslendingar skyldum ekki sjá þann möguleika að hún kæmist ekki upp úr forkeppninni, það hvarflaði alla vega ekki að mér fyrr en þau áttu bara eftir að tilkynna 2 lönd, að það gæti komið til. Við erum svo sniðugt fólk.

16 maí 2005

ALLIR MEÐ!

Jæja gott fólk, nú er liðinn mánuður frá síðasta bloggi hér, how time flys man! Í kvöld voru fyrri tónleikar Gospelkórs Reykjavíkur, þeir tókust framar vonum, þetta var upplifun. Salurinn var kjaftfullur og ALLIR með! Þvílík stemning! Meira að segja ráðherrann á fremsta bekk skemmti sér bara prýðilega, veifaði höndum eins og allir hinir. Það er engu logið þó ég segi að þessir tónleikar eru trúarleg upplifun. Yndislegt.
Ég er líka búin að klára áfangann í félagsfræði sem ég skráði mig í í vetur, lokaprófið var á föstudaginn og ég fékk 9,4, lokaeinkunninn mín er þá 9. Dugleg stelpa.
Jæja, best að fara að festa svefn, seinni tónleikarnir annað kvöld og ég þarf að mæta í vinnu í fyrramálið.
Góða nótt.