23 mars 2005

Mikið lifandis skelfing og ósköp! Allt að verða vitlaust. Ég hef grun um að það hafi verið grafíski hönnuðurinn okkar Tindsælinga sem hér vældi af leiðindum yfir útlitinu hjá mér (eða á mér?). Ég býð honum hér með að kíkja á málið, koma með tillögur að úrbótum hið allra fyrsta. Ekki viljum við nú fæla frá báða lesendurna vegna þess að útlitið er svo leiðinlegt, ónei ónei. Vertu bara velkominn með allar þínar frómustu hugmyndir og láttu vaða á súðum! Málið verður hiklaust skoðað. U can take that to the bank.

06 mars 2005

Reykjavíkurflugvöllur.

Mikið skelfing er ég orðin leið á þessum umræðum um Reykjavíkurflugvöll. Sömu mennirnir koma saman í sömu sjónvarps- og útvarpsþáttunum, árið út og inn undanfarin ár og rökræða um það hvort völlurinn á að fara eða vera. Mér leiðist ekki þegar menn skiptast á skoðunum um hluti sem skipta okkur öll máli, nauðsynlegt að láta ráðamenn svara fyrir ákvarðanir sínar. Nauðsynlegt að láta sem flestar raddir heyrast. En í þessu máli sitja alltaf sömu mennirnir á sunnudögum í umræðum á 2 sjónvarpsstöðvum, drukku of marga bjóra á pöbbunum í 101 á laugardagskvöldið, og ergja sig yfir því að fá ekki að byggja í Vatnsmýrinni. Þröngsýni þessarra 101 greyja er farin að verða frekar þreytt, afturhaldsseggir af verstu gerð. Við skulum öll þjappa okkur í kringum höfnina og tjörnina, alls ekki vera að búa til "sveitaborg" eða búa til fleiri hverfi. Við höfum svo fínt hverfi í 101, hvað eru menn að æða upp að Rauðavatni, Úlfarsfelli, Rjúpnahæð? Eru menn með réttu ráði? Ég legg til að þessi grey fari að taka lopahúfurnar ofan, hoppa upp í strætó og fara í sight seeing tour um okkar fallegu borg. Hér í Breiðholti, Grafarvogi og Grafarholti býr stór hluti Reykvíkinga sem hefur ekki nokkurn áhuga á því að flytja niður í Kvos. Er ekki mál að linni? Ef ég heyri Hallgrím Helgason tala einu sinni enn um "leiðindahverfin" sem er boðið upp á hér í austurhluta borgarinnar þá gríp ég til aðgerða. Skrifa jafnvel harðort bréf. Þá mega menn fara að vara sig!

02 mars 2005

It´s been a while. Það er voða gaman að blogga, en vinnst ekki alltaf tími til að setjast niður og láta vaða. Hvet alla til að lesa bloggin hjá sonum mínum, tveir þeir eldri blogga eins og óðir, alveg stórskemmtileg lesning.
Meira síðar, ætla að kíkja á ameríska idolið. Idol fan no1 hér.