03 mars 2008

Maui.


Nú má segja að lífið leiki við mann. Ég fékk fréttir í gær (ég veit ekki enn hvort ég má segja frá því..) sem breyttu annars yndislegu sólskini hér í enn fallegri hluti. Ég er auðvitað stödd á Hawaii, var að koma af ströndinni með yndislegum frænkum mínum og börnunum þeirra, búin að slást við strákana þeirra í sjónum og hér heima er systir mín búin að vera að undirbúa kvöldverð mánaðarins. Lyktin er alla vega dásamleg. :o)
Svo ég segi bara aloha í bili, meira seinna.